Um 22 Bar
22 Bar - Vínil kaffihús á Laugavegi 22.
22 Bar er vínil-kaffihús og bar á Laugavegi 22 – í sögufræga timburhúsinu á horni Laugavegs og Klapparstígs. Húsið hefur lengi verið lifandi samkomustaður í miðbænum síðan 1959 og áratugum saman hefur hornið haft sérstöðu sem griðastaður og vettvangur fyrir hinsegin samfélagið.
Á neðri hæð er 22 Bar: rólegri, queer-friendly staður þar sem fólk getur sest niður í kaffi eða drykk, spjallað og notið stemningarinnar – með möguleikann á að skella sér upp á efri hæð þegar kvöldið kallar á meiri takt og dans. Þar er Kíkí Queer Bar einn þekktasti hinsegin skemmtistaður borgarinnar.
Hér hljómar klassík og uppgötvanir af vínyl, með plötusafni og hlustunarstöðvum (plötuspilarar og heyrnartól) fyrir þá sem vilja taka sér alvöru „listening break“.
Á mat og drykkjarseðlinum er einfalt og gott: heitar súpur til að ylja sér við og léttar veitingar með, ásamt klassískum drykkjum og íslenskum bjór. Við erum líka með langan happy hour yfir daginn og inn í kvöldið – fullkomið til að byrja kvöldið í rólegheitum.
22 Bar og Kíkí halda reglulega sameiginlega viðburði og kvöldskemmtanir sem styrkja félagslíf og menningu hinsegin samfélagsins – og öll eru velkomin sem koma með virðingu, forvitni og góða lund.
Verið velkomin á Laugaveg 22.

